Eins marks sigur gegn ÍR

Eins marks sigur gegn ÍR

Selfoss sigraði ÍR-inga í Hleðsluhöllinni í kvöld með einu marki, 31-30.

Selfoss byrjaði betur og náði þriggja marka forskoti í upphafi fyrri hálfleiks, ÍR-ingar náðu að minnka muninn í 10-9 en staðan í leikhléi var 15-13. Selfyssingar byrjuðu seinni hálfleik af krafti og náðu mest fimm mörkum þegar um 12 mínútur voru eftir, 27-22. Selfyssingar gáfu þá eftir og ÍR komst aftur inn í leikinn og náðu þeir að minnka muninn niður í eitt mark, 31-30, þegar um hálf mínúta var til leiksloka. Selfoss hélt í sókn en töpuðu boltanum þegar örfáar sekúndur voru eftir. ÍR-ingar náðu ekki að nýta sér það og eins marks sigur staðreynd, 31-30.

Selfoss er nú komið á toppinn með 18 stig ásamt Val, sem er með jafn mörg stig.

Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson 8/2, Atli Ævar Ingólfsson 6, Guðjón Baldur Ómarsson 5, Hergeir Grímsson 5, Haukur Þrastarson 4, Árni Steinn Steinþórsson 2, Ísak Gústafsson 1.

Varin skot: Sölvi Ólafsson 7 (25%) og Helgi Hlynsson 1 (11%).

Nánar er fjallað um leikinn á Vísir.is og Sunnlenska.is. Leikskýrslu má sjá hér. 

Næsta verkefni er bikarleikur gegn Fram í Safamýrinni á fimmtudaginn.

____________________________________

Mynd: Elvar Örn var funheitur í kvöld með 8 mörk.
Umf. Selfoss / JÁE