Eins marks tap í Hleðsluhöllinni

Eins marks tap í Hleðsluhöllinni

Selfoss tapaði naumlega gegn Haukum í leik tvö í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Hleðsluhöllinni í kvöld, 26-27. Staðan í einvíginu er því orðin 1-1.

Jafnræði var á liðunum fyrstu mínúturnar en þá tóku Haukarnir við sér og náðu tveggja marka forskoti, 6-8. Selfyssingar hrukku í gang og það gekk allt upp, 8-1 kafli breytti stöðunni í 14-9. Staðan í hálfleik var 14-11.

Haukarnir byrjuðu seinni hálfleik betur og náðu að jafna í 18-18. Sel­fyss­ing­ar voru skref­inu á und­an í fram­hald­inu en leik­ur­inn var æsispenn­andi og mikið um mis­tök. Hauk­ar náðu frum­kvæðinu á loka­mín­út­un­um og komust í 25-26 þegar ein og hálf mín­úta var eft­ir. Selfyssingar jöfnuðu þegar 36 sekúndur voru eftir og Haukar gátu tryggt sér sigurinn í næstu sókn. Það gerði Daníel Þór á lokasekúndum leiksins með flautumarki. Lokatölur 26-27.

Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 7, Nökkvi Dan Elliðason 5/2, Elvar Örn Jónsson 5, Árni Steinn Steinþórsson 4, Alexander Már Egan 2, Atli Ævar Ingólfsson 1, Hergeir Grímsson 1 og Guðni Ingvarsson 1

Varin skot: Sölvi Ólafsson 10 (31%)

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Vísir.is og Mbl.is

Leikur 3 fer fram á Ásvöllum á sunnudag kl 18:00. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta í vínrauðu á völlinn og fylla stúkuna. Forsala fyrir leikinn verður á morgun, sunnudag á milli kl 12-13 í Hleðsluhöllinni.


Mynd: Haukur, Elvar, Atli og Árni ráða ráðum sínum í leiknum
Umf. Selfoss / JÁE