Eins marks tap í spennuleik

Eins marks tap í spennuleik

Selfoss tapaði fyrir ÍR í síðasta leik sínum í Grill 66 deild kvenna þennan veturinn á föstudaginn, 24-23.

Leikurinn var nokkuð jafn, en Selfoss var alltaf skrefinu á undan. Staðan í hálfleik var 11-11. Áfram héldu stelpurnar uppteknum hætti og voru með frumkvæðið þar til í stöðunni 21-21, þegar um 8 mínútur voru eftir. Þá komust ÍR-ingar í fyrsta skipti yfir í 22-21. Svo fór að ÍR vann með einu marki, 24-23, eftir æsispennandi lokamínútur.

Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 8, Agnes Sigurðardóttir 6, Rakel Guðjónsdóttir 3, Hugrún Tinna Róbertsdóttir 2, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Inga Sól Björnsdóttir 1, Elín Krista Sigurðardóttir 1.

Varin skot: Lena Ósk Jónsdóttir 10.

Selfoss endaði því í botnsæti Grill 66 deildarinnar, með 4 stig. 


Mynd: Tinna Sigurrós var markahæst Selfyssinga með átta mörk.
Sunnlenska.is / GKS