Eldra ár 5. flokks gerði góða ferð til Eyja

Eldra ár 5. flokks gerði góða ferð til Eyja

Eldra ár 5. flokks karla endurheimti sæti sitt í 1. deild með glæsibrag um síðustu helgi. Liðið sem skipað er strákum fæddum 1999 eða síðar, hefur tekið miklum framförum síðastliðið ár og er komið í hóp betri liða landsins í sínum aldurflokki. Strákarnir spiluðu fimm leiki um síðustu helgi. Fjórir fyrstu þeirra unnust með miklum yfirburðum og var sætið í 1. deild í höfn fyrir síðasta leikinn á móti ÍR  sem var hreinn úrslitaleikur um deildarmeistaratiltilinn, en hann tapaðist með einu marki. Það sem fyrst og fremst stóð upp úr í spilamennsku liðsins var góð liðsheild og frábær 6-0 vörn með þá Gabríel og Palla ógnarsterka i miðju varnarinnar. Fyrir aftan vörnina var Birgir síðan í miklum ham í markinu. Gunnar Birgir stjórnaði sóknaleik liðsins af miklum myndarskap og átti flestar stoðsendingar liðsins. Dagur var ótrúlega drjúgur í markaskorun og skoraði til að mynda úr öllum þrettán vítum liðsins á mótinu. Þeir Hannes, Hólmar og Aggi skiluðu síðan allir mikilvægum mörkum út hornunum. Forvitnilegt verður að fylgjast með liðinu í vetur og spurning hvort liðið sé tilbúið til þess að taka skrefið til fulls og koma sér í hóp bestu liða landsins.