Elínborg Katla framlengir

Elínborg Katla framlengir

Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir hefur framlengt samning sinn við Selfoss til tveggja ára. Elínborg, sem er vinstri skytta, er aðeins 16 ára gömul en gríðarlega efnileg og var m.a. lykilmaður í liði meistaraflokks kvenna, sem var aðeins hársbreidd frá því að komast upp í Olísdeild kvenna í fyrra. Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að Elínborg Katla skuli vera áfram hluti af ungu og efnilegu liði meistaraflokk kvenna sem verður spennandi að fylgjast með í vetur. 


Mynd: Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir
Umf. Selfoss / ÁÞG