
09 jan Elva Rún leikur með U-15 gegn Skotum

Um helgina leikur u-15 ára landslið kvenna tvo vináttulandsleiki gegn Skotum hér á Íslandi.
Selfyssingurinn Elva Rún Óskarsdóttir er í landsliðshópnum sem leikur fyrri leik liðanna á morgun, laugardag, kl.12.30 í Mýrinni í Garðabæ. Það eru Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Stefán Arnarson sem eru þjálfarar liðsins.