Elvar bestur og Haukur efnilegastur annað árið í röð

Elvar bestur og Haukur efnilegastur annað árið í röð

Á sunnudaginn fór fram verðlaunahóf HSÍ og Olís. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar í Olís- og Grill66-deildunum heiðraðir fyrir góða frammistöðu í vetur.

Annað árið í röð var Elvar Örn Jónsson valinn besti leikmaður Olísdeildar karla í handbolta og Haukur Þrastarson valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar.

Elvar Örn fékk einnig Valdimarsbikarinn en hann er veittur þeim leikmanni sem þykir mikilvægasti leikmaður deildarinnar á tímabilinu.

Við óskum þeim Elvari, Hauki og öllum þeim sem fengu verðlaun á hófinu hjartanlega til hamingju!


Mynd: Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ ásamt Elvari Erni og Hauki. HSÍ