Elvar Elí með U-20

Elvar Elí með U-20

Elvar Elí með U-20

Elvar Elí með U-20

U-20 ára landslið karla fór á dögunum til Danmerkur í æfingaferð og spiluðu þar tvo æfingaleiki við heimamenn. Elvar Elí Hallgrímsson var fulltrúi Selfyssinga í hópnum, en Ísak Gústafsson gat ekki verið með hópnum að þessu sinni.

Strákarnir töpuðu báðum leikjunum nokkuð sannfærandi, sá fyrri fór 34-24 Danmörku í vil og sá seinni 37-28 fyrir heimamenn, Elvar Elí komst ekki á blað . Þjálfarar liðsins eru þeir Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson.


Mynd: Elvar Elí (fyrir miðju í efstu röð) með U-20 landsliði karla
HSÍ