Elvar Örn bestur og Haukur efnilegastur í Olísdeildinni

Elvar Örn bestur og Haukur efnilegastur í Olísdeildinni

Lokahóf HSÍ var haldið um helgina þar sem þeir leikmenn og þjálfarar sem þóttu skara fram úr á nýafstöðnu tímabili voru verðlaunaðir. Þar á meðal voru fimm Selfyssingar.

Teitur Örn Einarsson var markahæsti leikmaður Olísdeildarinnar með 160 mörk, Perla Ruth fékk háttvísisverðlaun HDSÍ kvenna, Patrekur Jóhannesson var valinn þjálfari ársins. Haukur Þrastarson var valinn efnilegasti leikmaður Olísdeildarinnar og Elvar Örn Jónsson valinn besti leikmaður Olísdeildar karla í vetur.

Elvar Örn var einnig í 3.sæti um mikilvægasta leikmann deildarinnar, sem hlýtur Valdimarsbikarinn. Örn Þrastarson varðs svo í 3. sæti í kosningunni um besta þjálfarann í Olísdeild kvenna.