Elvar Örn hefur samið við Skjern

Elvar Örn hefur samið við Skjern

Elvar Örn Jónsson hefur samið við danska stórliðið Skjern, en hann gerði tveggja ára samning við félagið. Hann mun halda til danmerkur ásamt Patreki eftir tímabilið, en Patti samdi einnig við Skjern á dögunum. Þar hittir hann fyrir Björgvin Pál Gústafsson, landsliðsmarkmann.

Skjern eru ríkjandi Danmerkurmeistarar og leika þar að auki í Meistaradeild Evrópu.

Handknattleiksdeild Selfoss óskar Elvari alls hins besta á komandi árum og þakkar honum fyrir vel unnin störf.

 

 

https://twitter.com/SkjernHaandbold/status/1092333228197888001