Elvar Örn í U-20 á EM

Elvar Örn í U-20 á EM

Ólafur Stefánsson landsliðsþjálfari U-20 landsliðs Íslands hefur valið liðið sem tekur þátt í forkeppni EM sem fram fer í Póllandi í byrjun apríl.

Elvar Örn Jónsson er í hópnum og er svo sannarlega vel að þessu vali kominn enda feykiöflugur leikmaður sem ásamt því að hafa verið í U-18 landsliði Íslands sem hlaut bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í fyrra (undir stjórn Einars Guðmundssonar yfirþjálfara Selfoss) hefur verið lykilleikmaður með meistaraflokki Selfoss í vetur.

Í undankeppninni mætir lið Íslands Búlgaríu, Ítalíu og heimamönnum frá Póllandi.

Auk Elvars í liðinu er Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon einnig í hópnun, auk þess sem hinn ungi og knái Teitur Örn Einarsson (sem enn er í U-18 landsliðinu) er einn fjögurra sem einnig taka þátt í æfingum og eru til taks.

Sjá nánar í frétt á vef HSÍ.

MM