Elvar Örn og Grétar Ari á leið á EM

Elvar Örn og Grétar Ari á leið á EM

Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson og Grétar Ari Guðjónsson eru meðal 20 leikmanna U-20 ára landsliðs karla sem æfa nú á fullu fyrir EM sem fram fer í Danmörku í júlí og ágúst. Ísland er þar í riðli með Rússlandi, Slóveníu og Spáni.

Liðið tók þátt í æfingamóti í Sviss í lok júní og mætti heimamönnum í Sviss í fyrsta leik þar sem sigur vannst með 23 mörkum gegn 21 marki. Elvar Örn skoraði 1 mark í leiknum og Grétar Ari varði 9 af 20 skotum (45%) en hann spilaði allan fyrri hálfleik.

Í öðrum leik mótsins lék liðið við Þjóðverja og endaði leikurinn með tveggja marka sigri Þjóðverja, 28-30. Elvar Örn skoraði 3 mörk í leiknum en Grétar Ari kom ekki við sögu.

Ísland mætti Spáni í lokaleik mótsins og sigruðu íslensku víkingarnir sterkt lið Spánverja 30-23. Elvar Örn skoraði 4 mörk í leiknum en Grétar Ari kom ekki við sögu.