EM-draumurinn úti

EM-draumurinn úti

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Steinunn Hansdóttir leikmenn Selfoss léku í seinustu viku tvo leiki með landsliði Íslands gegn Frakklandi og Þýskalandi í undankeppni EM sem fer fram í Svíþjóð í desember á þessu ári. Fyrir leikina átti íslenska liðið tölfræðilega möguleika að komast áfram en þeir urðu að engu gegn sterkum andstæðingum sem unnu auðvelda sigra.

Fyrri leikurinn gegn Frakklandi sem fram fór á heimavellli 1. júní tapaðist 16-32 og skoraði Steinunn eitt mark í leiknum en Hanna komst ekki á blað. Síðari leikurinn sem fram fór í Þýskalandi 5. júní tapaðist 33-21 og skoruðu Hanna og Steinunn þrjú mörk hvor.