EM í Króatíu hefst í dag

EM í Króatíu hefst í dag

Evrópumótið í handbolta hefst í dag en það er haldið í Króatíu að þessu sinni. Ísland lenti í A-riðli og mun spila gegn Svíum, Serbum og heimamönnum í Króatíu. Ísland hefur leik gegn Kristjáni Andréssyni og lærisveinum hans í Svíþjóð í dag kl 17:15 að íslenskum tíma, leikurinn verður sýndur í beinni á RÚV.

Selfoss á að sjálfsögðu sína fulltrúa á svæðinu, þá Janus Daða, Ómar Inga, Bjarka Má og Jón Birgi, sjúkraþjálfara liðsins. Strákarnir sögðu í samtali við síðuritara að hópurinn væri vel gíraður og mikill fókus væri á leikinn gegn Svíum. Við sendum að sjálfsögðu góða strauma út til Split í Króatíu.

Áfram Ísland!

 

Leikir Íslands í A-riðli

12.jan kl. 17.15; Svíþjóð – Ísland
14.jan kl. 19.30: Ísland – Króatía
16.jan kl. 17.15: Serbía – Ísland


Mynd: Fulltrúar Selfoss á EM í Króatíu. Frá vinstri: Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason, Jón Birgir Guðmundsson (sjúkraþjálfari) og Bjarki Már Elísson.