Evrópuævintýrið úti

Richar Sæþór

Evrópuævintýrið úti

Richar Sæþór

Selfyssingar eru úr leik í Evrópubikarnum í handbolta eftir tap úti í Slóveníu á laugardaginn gegn Jeruzalem Ormož. Lokatölur voru 28-22 og samtals því 59-53.

Selfyssingar byrjuðu leikinn illa og náðu Slóvenarnir mest 8 marka forystu í fyrri hálfleik, 16-8, staðan í hálfleik var 18-13. Selfoss stóð sig betur í seinni hálfleik og höfðu fjölmiög tækifæri til þess að minnka muninn enn frekar. Það reyndist þó þrautinni þyngri og sex marka tap niðurstaðan og Evrópuævintýrið úti. 

Mörk Selfoss: Richard Sæþór Sigurðsson og Árni Steinn Steinþórsson voru markahæstir Selfyssinga, með 5 mörk hvor og Hergeir Grímsson skoraði 3. Þeir Ísak Gústafsson, Einar Sverrisson, Tryggvi Þórisson og Alexander Egan skoruðu allir 2 mörk hver og Karolis Stropus skoraði 1 mark.

Varin skot: Sölvi Ólafsson varði 9/1 skot (35%) í marki Selfoss og Vilius Rasimas varði 1 skot.

Evrópuævintýrið er því úti þetta tímabilið, en næsti leikur er gegn Gróttu hér heima á föstudaginn næstkomandi.


Mynd: Richard var markahæstur ásamt Árna Stein
Umf. Selfoss / SÁ