Evrópuáheit

Evrópuáheit

Meistaraflokkur karla tekur nú þátt í Evrópukeppni annað árið í röð. Við mætum HK Malmö frá Svíþjóð í 2.umferð keppninnar. Fyrri leikurinn fer fram laugardaginn 5. október í Malmö og sá síðari viku seinna í Hleðsluhöllinni.

Þátttaka í Evrópukeppninni gríðarlega kostnaðarsöm og leitum við því eftir áheitum frá fyrirtækjum, félögum og einstaklingum til að styrkja okkur í þessu verkefni. Þeim sem heita á liðið verður gerð skil í jólablaði handknattleiksdeildarinnar sem gefið verður út byrjun desember. Einnig verður þeim gerð skil á heiðursvegg í anddyri Hleðsluhallarinnar.

Allar nánari upplýsingar með því að hafa samband við okkur á Facebook, senda póst á handbolti@umfs.is eða á næsta heimaleik Selfoss!