Áskorun: Evrópumarkið

Áskorun: Evrópumarkið

Á dögunum sendi Baldur Róbertsson hjá BR flutningum inn pistil í Dagskránna.  Í þeim pistli gleðst Baldur yfir velgengni handboltaliðs Selfoss og  lýsir því svo yfir að hann heiti á hér með á liðið að styrkja það um kr. 1.000 fyrir hvert mark sem það skorar í þriðju umferð Evrópukeppninnar.  Einnig skorar Baldur á önnur fyrirtæki á Suðurlandi og á landsvísu að taka þátt í þessari áskorun.
 
Skráningarblöð eru sögð vera í boði hjá nokkrum fyrirtækjum og eins hægt að nálgast þau hjá handknattleiksdeildinni.  Fyrirtæki sem taka þátt munu fá nafn sitt á sérstakan heiðursvegg í Hleðsluhöllinni auk þess að fá nafn sitt í handboltablaðið.  Þá má koma skráningu og styrkjum á framfæri með tölvupósti á handbolti@umfs.is eða í síma 694 1721.
 
Handknattleiksdeildinn fagnar þessu framtaki með þakklæti í huga. 

____________________________________

Mynd: Pistillinn sem Baldur sendi inn í Dagskránna.
Dagskráin / dfs.is