Fimm marka sigur í fyrsta leik eftir hlé

Fimm marka sigur í fyrsta leik eftir hlé

Boltinn er byrjaður að rúlla að nýju og af því tilefni tók Selfoss á móti ÍR í Hleðsluhöllinni. 

Selfoss byrjaði leikinn betur og var staðan orðin 3-0 eftir tæplega þriggja mínútna leik.  Í stuttu máli þá héldu Selfyssingar forystunni meira og minna allan leikinn.  ÍR náði þó að jafna í stöðunni 7-7 en Selfoss átti góðan sprett undir lok fyrri hálfleiks og leiddu Selfyssingar með fjórum mörkum í leikhléi, 13-9. Selfoss hélt ÍR í hæfilegri fjarlægð frá sér allan seinni hálfleikinn og endaði leikurinn með fimm marka sigri Selfoss, 28-23.  Það var covid-bragur á leiknum og mikið af tæknifeilum.  Þó má sérstaklega nefna frammistöðu Viliusar í rammanum, en hann varði 22 skot í markinu, með um 50% markvörslu!

Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 7, Hergeir Grímsson 7, Einar Sverrisson 5, Tryggvi Þórisson 2, Gunnar Flosi Grétarsson 2, Ragnar Jóhannsson 2, Andri Dagur Ófeigsson 1, Arnór Logi Hákonarson 1, Magnús Öder Einarsson 1.

Varin skot: Vilius Rasimas 22 (48%).

Selfoss tyllti sér með sigrinum í 4. sæti með 18 stig, jafnt Stjörnunni, eftir 16 umferðir. Næsti leikur hjá strákunum er gegn ÍBV í Heimaey, föstudaginn næstkomandi kl 19:30.


Vilius var hreint út sagt magnaður í dag með tæpa 50% markvörslu.
Umf. Selfoss / SÁ