Fjórir Selfyssingar í æfingahóp landsliðsins

Fjórir Selfyssingar í æfingahóp landsliðsins

Þeir Haukur Þrastarson, Elvar Örn Jónsson, Janus Daði Smárason og Bjarki Már Elísson eru allir í æfingahópi A-landsliðs karla. Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi 19 manna æfingahóp á dögunum sem verður gjaldgengur á EM sem hefst nú í janúar. Hópurinn kemur saman til æfinga 23. desember n.k. og mun landsliðið æfa hér heima milli jóla og nýárs og allt þar til það heldur til Þýskalands 3. janúar.  Þar munu strákarnir okkar leika gegn Þjóðverjum í Mannheim þann 4. janúar.

Eftir vináttuleikinn gegn Þjóðverjum kemur liðið aftur heim og æfir þar allt þar til liðið fer á EM þann 9. janúar. Fyrsti leikur liðsins á EM verður laugardaginn 11. janúar gegn Dönum í Malmö.

Hópinn í heild sinni má sjá hér.


Mynd: Selfyssingarnir Janus Daði, Ómar Ingi, Haukur og Elvar Örn eftir æfingaleiki gegn Barein á seinasta ári. Ómar er ekki í hóp núna vegna meiðsla.
Umf. Selfoss / ESÓ