Fimm Selfyssingar í æfingahópi

Fimm Selfyssingar í æfingahópi

Fimm piltar frá Selfossi hafa verið valdir í U-15 ára landsliðið sem kemur saman til æfinga fyrstu helgina í nóvember.

Heimir Ríkarðsson landsliðsþjálfari u-15 ára landsliðsins hefur valið þrjá rúmlega 20 manna æfingahópa. Fyrsti hópurinn mun æfa mánudag til fimmtudags og seinni tveir hóparnir munu æfa föstudag til sunnudags.

Fimm Selfyssingar eru í þriðja hópnum en það eru markverðirnir Alexander Hrafnkelsson, og Matthías Bjarnason, línumaðurinn Leó Snær Róbertsson, örvhenta skyttan Guðjón Baldur Ómarsson og leikstjórnandinn Haukur Þrastarson.

Þeir Alexander og Haukur er báðir ári yngri en flestir í þessum hópi og koma úr hinum sigursæla 2001 árgangi Selfoss.

eg