Fimm Selfyssingar í landsliðshópnum

Fimm Selfyssingar í landsliðshópnum

Guðmundur Þ. Guðmundsson hefur valið 19 manna æfingahóp A-landsliðs karla vegna landsleikjanna gegn Svíþjóð í lok október. Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 25. október kl. 17.00 í Kristianstad og sá síðari sunnudaginn 27. október kl. 15:00 í Karlskrona. 

Fimm Selfyssingar voru að þessu sinni valdir í íslenska landsliðshópinn, en það eru þeir:

Bjarki Már Elísson, Lemgo
Teitur Örn Einarsson, Kristianstad
Elvar Örn Jónsson, Skjern
Janus Daði Smárason, Álaborg
Haukur Þrastarson, Selfoss

 

Ómar Ingi er að glíma við meiðsli og gefur ekki kost á sér að þessu sinni.

Hópinn í heild sinni má sjá hér.


Mynd: Elvar, Teitur, Ómar og Haukur á HM 2019 í vetur. Ómar verður ekki með að þessu sinni.