Fimm Selfyssingar með yngri landsliðum

Fimm Selfyssingar með yngri landsliðum

Um síðustu helgi voru öll yngri landslið kvenna við æfingar. Eins og svo oft áður voru fjöldi Selfyssinga valdir í landsliðið. 

Ída Bjarklind Magnúsdóttir var valin í U-20 ára landsliðshópinn. 

Þær Agnes Sigurðardóttir, Rakel Guðjónsdóttir, Sigríður Lilja Sigurðardóttir og Sólveig Erla Oddsdóttir voru valdar í U-18 ára landsliðshópinn.

Landsliðshópanna má sjá hér.


 Mynd: Sigríður Lilja Sigurðardóttir er ein þeirra sem var við æfingar með U-18 ára landsliðinu síðustu helgi.