Fimm stelpur í landsliðsverkefnum

Fimm stelpur í landsliðsverkefnum

Selfoss á fimm fulltrúa í landsliðum kvenna, en nýverið voru leikmenn valdir í landslið kvenna.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Perla Ruth Albertsdóttir eru í 16 manna hóp Íslands sem Axel Stefánsson landsliðsþjálfari valdi til að taka þátt í vináttuleikjum í Noregi og í undakeppni HM en leikið verður í Makedóníu.

Katrín Ósk Magnúsdóttir og Ída Bjarklind Magnúsdóttir voru einnig valdar í 20 leikmanna B-landsliðshóp sem kemur saman til æfinga í lok nóvember auk tveggja leikja við Færeyjar þann 24. og 25. nóvember. Leikmenn úr hópnum geta verið teknar inn í A landsliðshópinn með stuttum fyrirvara.

Þá var Katla María Magnúsdóttur valin í U-19 ára landslið sem kemur saman til æfinga sömu helgi.

Frábær árangur hjá stelpunum okkar!


Mynd: Hrafnhildur Hanna og Perla Ruth taka þátt í undankeppni HM.
Umf. Selfoss/Einar Sindri.