Fimm stelpur í U-18

Fimm stelpur í U-18

Valinn hefur verið æfingahópur fyrir U-18 ára landslið kvenna og eiga Selfyssingar 5 fulltrúa í hópnum, en þær eru Dagmar Öder Einarsdóttir, Elena Birgisdóttir, Hulda Dís Þrastardóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir og Þuríður Guðjónsdóttir. Ekkert annað félag á jafn marga fulltrúa í liðinu.

Liðið kemur saman til æfinga dagana 24.-30. mars. Þjálfarar liðsins eru Hilmar Guðlaugsson og Inga Fríða Tryggvadóttir.

Við óskum stelpunum til hamingju!

Tags:
,