Fjáröflun hjá Lindex

Fjáröflun hjá Lindex

Handboltafólkið okkar í 2., 3. og meistaraflokki notaði sunnudagskvöldið við vörutalningu hjá Lindex í Reykjavík. Hér er um mikilvæga fjáröflun fyrir félagið að ræða sem þau tóku þátt í með bros á vör.

Þau gera sér öll grein fyrir að til að árangur náist þurfa allir að leggjast á árarnar og það gera þau svo sannarlega, miklir fyrirmyndar iðkendur sem handboltinn á Selfossi er stoltur af.

Á myndinni sem Hildur Öder tók má sjá þær Margréti Katrínu og Köru Rún gæða sér á orkudrykk svona rétt á milli talninga.

MM

Tags: