
08 mar Fjögur lið frá Selfossi spila í Laugardalshöllinni!

Um helgina munu fjögur lið frá Selfossi leika á bikarhelgi HSÍ í Laugardalshöllinni, þrjú þeirra eru þegar komin í úrslitaleikina. Ekkert annað lið á Íslandi er með þrjú yngri flokka lið í úrslitum.
Fyrir áhugasama fylgja hér með leiktímar Selfoss liðanna. Gaman væri að sjá fólk fjölmenna í Höllina og styðja okkar lið, jafnt meistaraflokk sem yngri flokka.
Föstudagur
17:15: Selfoss – ÍR (Meistaraflokkur karla)
Laugardagur
11:00: Selfoss – HK (4. flokkur kvenna)
Sunnudagur
11:00: Selfoss – Fram (4. flokkur karla)
20:00: Selfoss – Fram (3. flokkur kvenna)
Áfram Selfoss!