Fjöldi Selfyssinga í yngri landsliðunum

Fjöldi Selfyssinga í yngri landsliðunum

Hvorki fleiri né færri en fimm leikmenn Selfoss eru í æfingahóp Hilmars Guðlaugssonar og Ingu Fríðu Tryggvadóttur þjálfara U18 ára landsliðs kvenna sem mun æfa saman dagana 23.-27. október. Þetta eru þær Dagmar Öder Einarsdóttir, Elena Birgisdóttir, Hulda Dís Þrastardóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir og Þuríður Guðjónsdóttir.

Þá var Karen María Magnúsdóttir valin í æfingahóp fyrir U16 ára landslið kvenna sem mun æfa saman dagana 24.-27. október. Þjálfarar eru Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson.

Frá þessu er greint á vef HSÍ.

Frétt uppfærð 24. október með mynd af stelpunum sem valdar voru í U18 hópinn.

Á myndinni eru Dagmar Öder, Þuríður, Elena, Hulda Dís og Katrín Ósk á æfingu hjá Selfossi.

Mynd: Gissur Jónsson

Tags: