Fjör á Selfossi um helgina

Fjör á Selfossi um helgina

Það var líf og fjör á Selfossi um helgina þegar Bónusmótið í 7. flokki og Landsbankamótið í 8. flokki fóru fram á Selfossi. Á mótunum kepptu strákar og stelpur í 7. og 8. flokki í handbolta.

Mikið var um flott tilþrif og takta en engin dómgæsla er á mótunum og ekki haldið utan um stig. Því var leikgleðin í fyrirrúmi eins og myndirnar sýna.

Myndir tók Árni Þór Grétarsson.