Fjórar í landsliðsverkefnum

Fjórar í landsliðsverkefnum

Þær Elva Rún Óskarsdóttir, Sólveig Erla Oddsdóttir, Ída Bjarklind Magnúsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir hafa allar verið kallaðar til landsliðsverkefna nú í lok nóvember.

Elva Rún og Sólveig Erla voru valdar í U-18 ára landslið kvenna og Ída Bjarklind í U-20 ára landsliðið. Æfingar fara fram hjá öllum yngri landsliðum kvenna helgina 24. – 26. nóvember.

Perla Ruth var valin í fyrsta skipti í A-landslið kvenna fyrr í mánuðinum, en landsliðið leikur þrjá vináttulandsleiki við Þýskaland og Slóvakíu í lok mánaðarins. Landsliðshópurinn æfir í Reykjavík dagana 20.–23. nóvember og spilar síðan við Þýskaland 25. nóvember og við Slóvakíu 27. og 29. nóvember.

Landsliðshópa yngri landsliða má sjá í heild sinni á síðu hér og A-landsliðshóp kvenna má sjá hér.