Fjórar í U-20 og Kristrún í afrekshópi

Fjórar í U-20 og Kristrún í afrekshópi

Einar Jónsson þjálfari U-20 ára landsliðs Íslands hefur valið 19 manna landsliðshóp til æfinga. Selfoss á flesta fulltrúa allra félaga í þessu landsliði, sem er ánægjuefni og ber óneitanlega því góða uppbyggingarstarfi sem fram fer hjá handknattleiksdeild og handboltaakademíu vitni.

Fulltrúar okkar eru: Elene Elísabet Birgisdóttir, Perla Ruth Alberstdóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir.

Afrekshópur kvenna

Þá hefur Selfyssingurinn Kristrún Steinþórsdóttir verið valin í afrekshóp kvenna sem æfir vikuna 22.-29. nóvember undir stjórn Hilmars Guðlaugssonar. Hópurinn er hugsaður til að tengja betur saman Olísdeildina, yngri landslið og A landslið kvenna. Þarna fá fleiri leikmenn að kynnast því starfi sem er unnið í kringum landsliðin.

Texti: MM/GJ
Myndir: JÁE