Fjórir leikmenn Selfoss í lokahóp U-19

Fjórir leikmenn Selfoss í lokahóp U-19

Undanfarið hafa fjórar stelpur frá Selfossi verið við æfingar með U-19 ára landsliði kvenna. Það er skemmst frá því að segja að þær voru allar valdar í lokahóp liðsins og munu því taka þátt í undankeppi EM sem fram fer í Makedóníu 17.-19. apríl 2015. Ekkert annað lið á jafnmarga fulltrúa í hópnum. Glæsilegur árangur og framtíðin svo sannarlega björt í kvennahandboltanum á Selfossi.

Við óskum stelpunum til hamingju en þetta eru þær Harpa Sólveig Brynjarsdóttir, Elena Birgisdóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir og Þuríður Guðjónsdóttir.

Sjá nánar á heimasíðu HSÍ.

Tags:
, , ,