Fjórir Selfyssingar á EM

Fjórir Selfyssingar á EM

Ljóst er að fjórir Selfyssingar verða í leikmannahóp landsliðsins sem fer á Evrópumeistaramótið í handbolta eftir að Guðmundur Guðmundsson tilkynnti hópinn á blaðamannafundi í gær. Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson og Janus Daði Smárason eru allir í leikmannahópi Íslands. Mótið hefst á laugardag og er haldið í Svíþjóð, Austurríki og Noregi.

Liðið heldur út í dag, fimmtudag, en fyrsti leikur liðsins er laugardaginn 11. janúar kl. 17.15 en þá mæta strákarnir Dönum í Malmö Arena í Svíþjóð. Ísland leikur í E-riðli á EM en tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í milliriðil.

Leikjaplan Íslands í riðlinum 
Laugardagur 11. janúar kl. 17.15 Ísland – Danmörk 
Mánudagur 13. janúar kl. 17.15 Ísland – Rússland
Miðvikudagur 15. janúar kl. 17.15 Ísland – Ungverjaland

Allir leikir liðsins verða í beinni á RÚV.

F.v. Janus Daði, Elvar Örn, Haukur og Bjarki Már eru í landsliðshóp Íslands á EM í handbolta.
Ljósmynd: Sunnlenska.is