Fjórir Selfyssingar í Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins

Fjórir Selfyssingar í Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fór fram fyrr í maí. Þar æfðu strákar og stelpur fædd 2006 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Bragadóttur. Á þessum æfingum fá leikmenn smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa hverju sinni. Að þessu sinni voru þeir Guðmundur Stefánsson, Ísak Jónsson, Jónas Karl Gunnlaugsson og Sesar Örn Harðarson valdir í hópinn. Æfingar fóru fram í TM-höllinni í Garðabæ.

Frétt af heimasíðu HSÍ.

Mynd: Jónas Karl Gunnlaugsson, Guðmundur Stefánsson og Sesar Örn Harðarson. Á myndina vantar Ísak Jónsson.
Umf. Selfoss / ÁÞG