Fjórir Selfyssingar í U-19

Fjórir Selfyssingar í U-19

Fjórir Selfyssingar eru í æfingahóp U-19 ára landsliðs kvenna sem mun æfa saman milli jóla og nýárs. Þetta eru þær Elena Birgisdóttir, Harpa Brynjarsdóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir og Þuríður Guðjónsdóttir.

Æfingaplan verður birt á heimasíðu HSÍ fljótlega en fyrsta æfing liðsins verður laugardaginn 27. desember undir stjórn landsliðsþjálfarans Hilmars Guðlaugssonar.

Tags:
, ,