Fjórir Selfyssingar í U14 úrtaki

Fjórir Selfyssingar í U14 úrtaki

Fjórir Selfyssingar hafa verið valdir í úrtakshóp U-14 sem æfir undir stjórn Maksim Akbachev helgina 21. og 22. nóvember.

Þetta eru frá vinstri Tryggvi Sigurberg Traustason, Tryggvi Þórisson, Vilhelm Freyr Steindórsson og Karl Jóhann Einarsson. Þeir eru búnir að æfa gríðarlega vel og bæta sig jafnt og þétt á hverjum degi og eiga þetta fyllilega skilið.

Þetta er í fyrsta skipti sem þessi hópur æfir saman og hafa tæplega 70 strákar verið valdir til æfinga. Þrjár æfingar verða fyrir hópinn, allar í tvöföldum sal vegna stærðar hópsins. Laugardag 21. nóvember kl. 15-17 í Kaplakrika og sunnudaginn 22. nóvember kl. 9-11 og 13-15 í Kórnum.