Fjórir Selfyssingar í yngri landsliðum HSÍ

Fjórir Selfyssingar í yngri landsliðum HSÍ

Þrír leikmenn Selfoss hafa verið valdir í æfingahóp U-19 ára landsliðs kvenna sem æfir í Kórnum í Kópavogi dagana 9.-12. október. Þetta eru þær Elena Birgisdóttir, Harpa Brynjarsdóttir og Katrín Ósk Magnúsdóttir, Þjálfarar eru Hilmar Guðlaugsson og Inga Fríða Tryggvadóttir.

Þá var Aron Óli Lúðvíksson valinn í æfingahóp U-17 ára landsliðs karla sem æfir í Kaplakrika og Varmá helgina 10.-12.október. Þjálfarar eru Kristján Arason og Konráð Olavsson.

Við óskum þeim góðs gengis á æfingunum.

Tags:
,