Fjórir Selfyssingar með A-landsliðinu

Fjórir Selfyssingar með A-landsliðinu

Þeir Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson, Ómar Ingi Magnússon og Bjarki Már Elísson voru allir valdir í A-landslið karla á dögunum. Þeir eru hluti af 19 manna æfingahóp fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2020 sem fram fara 24. og 28. október næstkomandi.

Strákarnir koma til æfinga mánudaginn 22. október og spila svo við Grikki í Laugardalshöll miðvikudaginn 24. og gegn Tyrkjum ytra 28. október. Við hvetjum alla til að tryggja sér miða og styðja strákana okkar á miðvikudaginn!

Hópinn í heild sinni má sjá hér. Miða á leik Íslands og Grikklands miðvikudaginn 24. oktbóber má nálgast á Tix.is.


Mynd: Haukur og Elvar verða í eldlínunni með landsliðinu í vikunni. ESÓ