Fjórir Selfyssingar með U-20 í undankeppni HM

Fjórir Selfyssingar með U-20 í undankeppni HM

Selfoss á fjóra fulltrúa í lokahóp U-20 landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni HM á Íslandi. Tilkynnt var um val Einars Jónssonar landsliðsþjálfara í gær en hann valdi 19 manna hóp fyrir undankeppni HM sem fer fram á Íslandi 18.-20. mars n.k. Það verða lið Ungverjalands, Austurríkis og Hvíta-Rússlands sem koma hingað til lands og keppa við íslensku stelpurnar um eitt laust sæti á HM næsta sumar.

Stelpurnar sem um ræðir eru markvörðurinn Katrín Magnúsdóttir og útileikmennirnir Elena Birgisdóttir, Hulda Þrastardóttir og Perla Ruth Albertsdóttir.

Glæsilegur árangur hjá stelpunum okkar og til marks um styrk handboltans á Selfossi.

Tags:
, , ,