Fleiri að framlengja

Fleiri að framlengja

Handknattleiksdeild Selfoss hefur framlengt samninga fjögurra leikmanna til ársins 2017.

Um er að ræða báða markverði liðsins þær Áslaugu Ýr Bragadóttir (22) og Katrínu Ósk Magnúsdóttir (18). Auk þess hefur hin öfluga vinstri skytta liðsins Kristrún Steinþórsdóttir (21) framlengt og einnig miðjumaðurinn Hulda Dís Þrastardóttir (17).

Handknattleiksdeildin er afskaplega ánægð með að þessar stúlkur skuli hafa trú á áframhaldandi uppbyggingu kvennaboltans og þakkar þeim fyrir þeirra þátt við eflingu handboltans.

Það er óneitanlega afskaplega gaman að sjá þessar stelpur framlengja samninga sína hverja á fætur annarri, þær hafa augljóslega trú á framtíðinni, eins og allir aðrir unnendur handbolta hér á Selfossi ættu að hafa.

MM

Tags: