Fleiri Selfyssingar í U16

Fleiri Selfyssingar í U16

Katla María Magnúsdóttir hefur verið valin í U16 ára landslið stúkna sem kemur saman til æfinga í vikunni. Fyrir í því liði er annar Selfsyssingur Elva Rún Óskarsdóttir. Katla María er á yngra ári og lykilmaður í 4.flokki sem er í toppbaráttu í efstu deild.

Þjálfarar liðsins Hrafnhildur Skúladóttir og Stefán Arnarsson hafa valið 25 manna hóp stúlkna fæddar 2000-2001 til æfinga vikuna 23.-28. nóvember. Auk þess mun liðið spila þrjá leiki við unglingalandslið Grænlands.