Fljúgandi byrjun í Grill 66 deildinni

Fljúgandi byrjun í Grill 66 deildinni

Stelpurnar hófu keppni í Grill 66 deildinni í dag þegar þær lögðu HK U í Kórnum, 26-29.

Bæði lið áttu í vandræðum með að skora fyrstu mínúturnar, en Selfyssingum gekk þó betur og voru komnar í 0-2 eftir fimm mínútna leik.  Selfyssingar juku forystuna og um miðbik fyrri hálfleiks leiddu þær 5-9.  Á nokkrum mínútum náðu heimakonur að jafna metin áður en gestirnir náðu að svara og staðan í hálfleik 12-14.  Síðari hálfleikur hófst með svipuðum hætti og sá fyrri, bæði lið í hálfgerðu basli að skora, sterkur varnarleikur í fyrirrúmi.  Leikurinn var í járnum og á 43. mínútu var staðan jöfn, 18-18.  Selfyssingar stigu þá á bensíngjöfina og náðu mest fimm marka forystu, 20-25 þegar sjö mínútur voru eftir.  HK svaraði með áhlaupi en náðu ekki að brúa þetta bil.  Lokatölur 26-29.

Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 10/6, Elín Krista Sigurðardóttir 6, Roberta Strope 5, Emilía Ýr Kjartansdóttir 4, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Inga Sól Björnsdóttir 1, Tinna Soffía Traustadóttir 1.

Varin skot: Mina Mandić 12 (33%)

Úrslitin þýða að Selfoss er strax komið á blað í deildinni.  Næsta verkefni hjá stelpunum er strax á fimmtudag, en þá fara þær í Árbæinn og etja kappi við lið Fjölnis/Fylkis.


Mynd: Tinna Sigurrós Traustadóttir átti hörku leik.  Skoraði 10 mörk, þar af 6 mörk úr 7 vítum.
Umf. Selfoss / SÁ