Flottur sigur hjá 3. flokki

Flottur sigur hjá 3. flokki

Á miðvikudaginn mætti Selfoss liði Aftureldingar í 3. flokki karla. Selfyssingar eru á uppleið þessa dagana og unnu sannfærandi sigur 30-18 sigur.

Fyrir leikinn var Afturelding með 4 sigra í 6 leikjum. Selfoss lék mjög góða vörn lengst af í leiknum og bjó hún til það góða forskot sem liðið náði. Það var þó ekki fyrr en í seinni hálfleik sem Selfoss seig almennilega fram úr gestunum. Okkar menn náðu tvívegis þriggja marka forystu í fyrri hálfleik en aldrei meira en það.

Eftir að staðan hafi verið 12-10 í hálfleik var seinni hálfleikurinn í raun einstefna. Í stöðunni 15-13 kemur frábær kafli hjá Selfossi sem kom þeim í 26-16. Lokatölur urðu svo sem áður segir 12 marka sigur.

Í vörninni er liðið að búa eitthvað áhugavert til. Færslan þar var á köflum mjög flott og heldur vonandi áfram á þessari leið. Í þessum leik var það vörnin sem var aðalsmerki liðsins lengst af, í bland við frábæra markvörslu og sést greinilega á þessum leik hverju það skilaði liðinu. Sóknin var einnig góð. Spilið þar er að verða betra og betra og komu mörg mörk eftir vel útfært samspil.