Flottur sigur Selfossdrengja !

Flottur sigur Selfossdrengja !

Selfoss mætti liði HK í 1. deild karla í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld. Um var að ræða 5 umferð deildarinnar. Fyrir leikinn höfðu strákarnir unnið tvo og tapað tveimur leikjum í deildinni.

Gaman var að sjá til liðsins í kvöld og óhætt að segja að það hafi sýnt margar sínar bestu hliðar fyrir framan fjölda áhorfenda í kvöld. Vörn og markvarsla var með allra besta móti og í sókninni dreifðist markaskorun vel á menn sem verður að teljast jákvætt fyrir framhaldið.

Jafnt var á fyrstu tölum svona rétt á meðan Selfyssingar voru að slípa leik sinn, en síðan tóku okkar menn flest völd á vellinum og sigu hægt og öruggt framúr og leiddu 15-12 í hálfleik. Í síðari hálfleik voru strákarnir gríðarlega öflugir, gáfu engin grið og höfðu að lokum öruggan 30-24 sigur.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Markaskorun:
Alexander Már Egan 6
Örn Þrastarson 4
Teitur Örn Einarsson 4
Egidijus Mikalonis 4
Hergeir Grímsson 4
Árni Geir Hilmarsson 3
Andri Már Sveinsson 2
Guðjón Ágústsson 1
Árni Guðmundsson 1
Rúnar Hjálmarsson 1

Birkir Fannar Bragason var með 18 varða bolta 50% markvörslu

Helgi Hlynsson með tvo varða bolta þar af eitt víti og 33% markvörslu

MM

Alexander Már Egan svífur inn úr horninu og skorar eitt af sex mörkum sínum í leiknum.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson

Tags: