Folatollur afhentur

Folatollur afhentur

Eins og áður hefur komið fram var dregið í vorhappadrætti handknattleiksdeildar Selfoss í lok apríl. Féll fyrsti vinningur, folatollur frá Auðsholtshjáleigu, í skaut Þóreyjar Jónasdóttur frá Haukadal.

Fjöldi vinninga er ósóttur en hægt er að vitja vinninga á skrifstofu félagsins í Tíbrá á skrifstofutíma.

Það var Alexander Már Egan sem afhenti Þóreyju vinninginn í Hleðsluhöllinni.
Ljósmynd: Umf. Selfoss