Final Four – forsala miða

Final Four – forsala miða

Í fyrsta sinn í sögu handbolta á Selfossi er meistaraflokkur kvenna kominn í Final Four.

Selfossstelpur spila við Stjörnuna í undanúrslitum Coca Cola bikarkeppni HSÍ næstkomandi fimmtudag klukkan 17:15.

Forsala miða verður í Tíbrá og verslun Baldvins og Þorvaldar.

Mikilvægt er að Selfyssingar kaupi miða á þessum stöðum því þá rennur allur ágóði beint til handknattleiksdeildar Selfoss sem hann gerir einnig ef keypt er á neðangreindum linkum:

Fullorðinsmiðar (kr. 2000)

Barnamiðar (kr. 500)

Áfram Selfoss

MM