Forsala fyrir Evrópuleikinn í dag

Forsala fyrir Evrópuleikinn í dag

Við viljum minna á forsöluna fyrir leik Selfoss og Dragunas í Evrópukeppni félagsliða (EHF cup) þann 1. september nk.

Forsalan fer fram í Iðu í kvöld, á milli klukkan 18 og 20. Ath. að mjög takmarkað magn miða er í boði og alveg ljóst að ekki allir munu komast sem vilja. Allir verða að hafa miða til að komast á leikinn, einnig iðkendur og börn. Miðaverð er 2.000 kr.

Þeir sem hafa tryggt sér Platínum árkort fá forgang að miðum á leikinn og verður haft samband við þá í dag.