Frábær árangur hjá Selfoss

Frábær árangur hjá Selfoss

Strákarnir á eldra ári í 6. flokki spiluðu á fyrsta móti vetrarins um seinustu helgi. Þar vorum við í þeirri stöðu að eiga tvö lið í efstu deild, sem er afar sjaldgjæft.

Selfoss 1 urðu deildarmeistarar eftir að hafa unnið alla sína leiki, Selfoss 2 urðu í þriðja sæti. Frábær árangur hjá strákunum og Eyþóri Lárussyni þjálfara þeirra.

Mynd: Umf. Selfoss