Frábær sigur á Eyjastúlkum

Tinna Soffía

Frábær sigur á Eyjastúlkum

Tinna Soffía

Stelpurnar sigruðu lið ÍBV U í Grill 66 deild kvenna í SET-höllinni í kvöld með fjórum mörkum, 27-23. Leikurinn átti að fara fram í Eyjum en vegna frestunar á leik Hauka og Selfoss var hann færður upp á land.

Selfoss byrjaði leikinn mjög vel og var fljótlega komið með sex marka forystu, 8-2. Þá tóku Eyjakonur við sér og náðu að minnka muninn í eitt mark, en staðan var 13-12 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum byrjuðu heimakonur af krafti, skoruðu fimm fyrstu mörkin og breyttu stöðunni í 18-12. Aftur tóku Eyjastúlkur við sér og minnkuðu muninn niður í eitt mark, 21-20 þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Selfyssingar voru hins vegar betri á lokakaflanum og tryggðu sér að lokum fjögurra marka sigur.

Mörk Selfoss: Tinna Soffía Traustadóttir var markahæst Selfyssinga með 6 mörk, Tinna Sigurrós Traustadóttir skoraði 5, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 4, Roberta Stropé, Elín Krista Sigurðardóttir og Emelía Kjartansdóttir 3 og þær Inga Sól Björnsdóttir, Kristín Una Hólmarsdóttir og Katla Björg Ómarsdóttir skoruðu allar 1 mark.

Varin skot: Mina Mandic átti góðan leik í marki Selfoss, varði 13 skot og var með 38% markvörslu.

Selfoss er í 2. sæti deildarinnar með 6 stig og er næsti leikur liðsins toppslagur gegn FH í SET höllinni sunnudaginn næstkomandi.


Tinna Soffía var markahæst í kvöld með 6 mörk
Sunnlenska.is / Guðmundur Karl