Frábær sigur á Víkingi í mfl. karla

Frábær sigur á Víkingi í mfl. karla

Selfyssingar sóttu Víkinga heim í Víkina í kvöld. Úr varð hörkuleikur eins og vanlega þegar þessi lið mætast. Í fyrri hálfleik var lítið um góðan sóknarleik og eftir fyrstu 5 mínuturnar höfðu Selfyssingar 0-1 forystu. Fyrri hálfeikurinn einkenndist af góðum vörnum beggja vegna, en virkilega slökum sóknarleik. Víkingar jafna leikinn svo í 3-3 og eftir það hafa þeir undirtökin í leiknum. Með þessum 1-2 mörkum og staðan í hálfleik 10-9. Þær tölur endurspegla hversu slakur sóknarleikurinn var hjá liðunum.

Í seinni hálfeik tóku strákarnir eitthvað til hjá sér sóknarlega og náðu strax frumkvæðinu í 10-11. Næstu mínútur einkenndust af mikilli baráttu beggja vegna og eftir 40 mín var staðan 13-13. Þá bætti Selfoss í vörnina og fylgdu nokkur auðvelt mörk og sóknarleikurinn skánaði mikið og þegar 10 mínútur voru eftir var staðan 17-21 fyrir Selfoss.

Ljósmynd: Heimasíða Vikings

Þessi 4 marka munur hélst þangað til að seinustu 5 mínúturnar voru eftir. Þá minnka Víkingar stöðuna í 2 mörk. En þá tóku Selfyssingar annan kipp og komast í 4 marka forystu og 2 mín eftir. Víkingar ná þó að laga stöðuna aðeins , en þó ekki nóg og 2 marka Selfoss sigur staðreynd 23-25.

Með þessum sigri komst Selfoss upp að hlið Víkinga í 2-3 sæti. Einnig enduðu þeir sigurgöngu Víkinga sem höfðu unnið alla sína leiki þangað til í kvöld. Selfoss hélt áfram að spila góða vörn eins og í seinustu leikjum. Hinsvegar þarf sóknin að fara virka betur. Þó var hún töluvert skárri núna en í seinasta leik. Það er erfitt að taka einhvern út úr Selfoss liðinu í kvöld. Þar sem það var liðsheildin sem skóp sigurinn og allir skiluðu sínu. Það verður þó að taka leiðtogana í liðinu út en Atli Kristinsson sýndi hvað hann getur í dag og spilaði bæði frábæra vörn og skilaði inn 8 mörkum. Svo var fyrirliðinn Hörður Gunnar Bjarnarson frábær í dag og skoraði 9 mörk.

Tölfræðin:

Hörður Gunnar B 9/12

Atli K 8/15, 6 stoðsendingar, 3 stolnir boltar, 2 tapaðir boltar og 8 brotin fríköst

Einar Pétur 4/7, 2 stoðsendingar og 6 brotin fríköst

Matthías Örn 3/6, 4 stoðsendingar, 2 tapaðir boltar og 9 brotin fríköst

Einar S 1/4, 2 tapaðir boltar, 4 fiskuð víti, 2 fráköst og 3 brotin fríköst

Ómar 1 stol, 2 varin skot, 2 fráköst og 8 brotin fríköst

Gunnar Ingi 1 stolin bolti og 1 brotið fríkast

Magnús Már 0/1, 1 tapaður bolti og 1 fiskað víti

Jóhann G 0/1, 2 tapaðir boltar og 1 brotið fríkast

 

Markvarslan:

Helgi varði 9 og fékk á sig 13, 41%

Sverrir varði 3 og fékk á sig 10, 23%