Frábær sigur á Víkingum

Frábær sigur á Víkingum

Selfoss sigraði Víkinga í Set-höllinni í Grill 66 deild kvenna í kvöld með 8 mörkum, 29-21.

Fyrri hálfleikur hjá Selfyssingum var hreint út sagt frábær, bæði sóknar- og varnarlega. Selfoss náði hægt og bítandi að ná 9 marka forystu, 12-3, eftir um 17 mínútna leik. Mestur varð munurinn 11 mörk í stöðunni 15-4 og 16-5 undir lok fyrri hálfleiks. Selfoss leiddi í hálfleik með níu mörkum, 16-7. Munurinn hélst áfram 8-9 mörk í seinni hálfleik og lokatölu 29-21.

Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir var markahæst Selfyssinga í dag með 7 mörk, Roberta Strope skoraði 6, Elín Krista Sigurðardóttir 5, Rakel Guðjónsdóttir og Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Tinna Soffía Traustadóttir 2 og þær Rakel Hlynsdóttir, Inga Sól Björnsdóttir og Kristín Una Hólmarsdóttir skoruðu allar 1 mark.

Varin skot: Mina Mandic  og Dröfn Sveinsdóttir vörðu vel í marki Selfoss í kvöld.

Selfoss er því komið upp í 2. sæti Grill 66 deildarinnar með 11 stig. Næsti leikur er gegn Fram U þann 12. desember í Safamýrinni.


Mynd: Tinna Sigurrós Traustadóttir var markahæst í kvöld með 7 mörk.
Umf. Selfoss / SÁ